Home Fréttir Í fréttum 5.000 manna byggð við Hlíðarenda

5.000 manna byggð við Hlíðarenda

186
0
Mikill fjöldi af íbúðum hefur verið byggður á Hlíðarenda. mbl.is/Árni Sæberg

Fyr­ir­huguð fjölg­un íbúa á Hlíðar­enda mun styrkja versl­un og þjón­ustu á svæðinu. Því er ótíma­bært að fella dóm yfir mögu­leik­um svæðis­ins til að laða til sín versl­un og þjón­ustu. Þetta seg­ir Óli Örn Ei­ríks­son, teym­is­stjóri at­vinnu- og borg­arþró­un­ar hjá Reykja­vík­ur­borg, og vís­ar til skipu­lagðra upp­bygg­ing­ar­svæða við Hlíðar­enda.

<>

„Raun­ar má segja að það sé um­fram vænt­ing­ar hversu mörg rými eru þegar kom­in í notk­un þrátt fyr­ir að svæðið sé enn þá í mikl­um upp­bygg­ing­ar­ham með til­heyr­andi raski,“ seg­ir Óli Örn.

Auðu rým­in vanda­mál

Til­efnið eru þau um­mæli Helga Áss Grét­ars­son­ar, vara­borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, í Morg­un­blaðinu í fyrra­dag, að heim­ila þurfi fjöl­breytt­ari notk­un at­vinnu­rýma á jarðhæðum við Hlíðar­enda og á öðrum þétt­ing­ar­reit­um í borg­inni. Til dæm­is vitni fjöldi auðra rýma á Hlíðar­enda um að nú­ver­andi áhersla á versl­un og þjón­ustu hafi ekki borið til­ætlaðan ár­ang­ur.

Með því vísaði Helgi Áss til at­vinnu­rýma á jarðhæðum reita B-F við Hlíðar­enda en þau rými eru einkum við Hlíðarfót, gegnt Loft­leiðum, og við Arn­ar­hlíð, sem tek­ur við af Naut­hóls­vegi. Nokk­ur fyr­ir­tæki hafa hafið þar starf­semi.

Þjóðbraut í Vatns­mýri

Óli Örn seg­ir aðspurður að við skipu­lagn­ingu þess­ara at­vinnu­rýma sé ekki síst horft til þess að borg­ar­lína eigi að liggja um Snorra­braut og svo áfram inn í Vatns­mýr­ina um Arn­ar­hlíð og þaðan á Kárs­nesið. Með því breyt­ist Arn­ar­hlíðin úr því að vera fá­far­in íbúðagata í þjóðbraut. Með þetta í huga séu nokkr­ar göt­ur á Hlíðar­enda skipu­lagðar sem borg­ar­göt­ur.

Þá beri að horfa til þess að á næstu skipu­lags­reit­um séu ekki gerðar sömu kröf­ur um hlut­fall at­vinnu­rýma og gert var á reit­um B-F (sjá graf). Jafn­framt sé upp­bygg­ingu við Hlíðar­enda hvergi nærri lokið en full­byggt muni hverfið rúma fimm þúsund íbúa, eða um þre­falt fleiri en nú.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu.

Heimild:Mbl.is