Home Fréttir Í fréttum Hús Vig­dís­ar­stofn­un­ar verður til­búið í árs­lok

Hús Vig­dís­ar­stofn­un­ar verður til­búið í árs­lok

102
0

Fram­kvæmd­ir við hús Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur hafa gengið hratt fyr­ir sig frá því fyrsta skóflu­stung­an var tek­in 8. mars í fyrra.

<>

Góður gang­ur er í fram­kvæmd­um við hús Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur á horni Suður­götu og Brynj­ólfs­götu í Reykja­vík. Auður Hauks­dótt­ir pró­fess­or, for­stöðumaður stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir að ör­litl­ar taf­ir hafi þó orðið á fram­kvæmd­um.

Taka átti húsið í notk­un í októ­ber á þessu ári, en það frest­ast til ára­móta. „Það þýðir að kennsla hefst ekki í hús­inu fyrr en haustið 2017, en starfs­menn flytja þó inn og hefja und­ir­bún­ing að sýn­ing­um og ann­arri starf­semi,“ seg­ir Auður

Heimild: Mbl.is