Framkvæmdir við hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hafa gengið hratt fyrir sig frá því fyrsta skóflustungan var tekin 8. mars í fyrra.
Góður gangur er í framkvæmdum við hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í Reykjavík. Auður Hauksdóttir prófessor, forstöðumaður stofnunarinnar, segir að örlitlar tafir hafi þó orðið á framkvæmdum.
Taka átti húsið í notkun í október á þessu ári, en það frestast til áramóta. „Það þýðir að kennsla hefst ekki í húsinu fyrr en haustið 2017, en starfsmenn flytja þó inn og hefja undirbúning að sýningum og annarri starfsemi,“ segir Auður
Heimild: Mbl.is