Home Fréttir Í fréttum Stór hluti byggingarmagns fellur ekki undir tryggingavernd

Stór hluti byggingarmagns fellur ekki undir tryggingavernd

133
0
Raki og mygla geta verið til vandræða í híbýlum fólks. mbl.is/Golli

Stór hluti bygg­ing­ar­magns­ins á Íslandi myndi ekki falla und­ir trygg­inga­vernd vegna bygg­ing­argalla ef litið er til nú­ver­andi trygg­inga­kerf­is fast­eigna á Íslandi. Ástæða þess er sú að um flest­ar eign­ir gild­ir að meira en tíu ár eru liðin frá loka­út­tekt eða eig­enda­skipt­um og taka venju­bundn­ar fast­eigna­trygg­ing­ar yf­ir­leitt ekki á bygg­ing­ar­göll­um.

<>

Þetta kem­ur fram í skýrslu innviðaráðherra þar sem sett­ar eru fram til­lög­ur til aðgerða og úr­bóta til þess að bæta rétt­ar­vernd þeirra sem verða fyr­ir raka- og mygluskaða í bygg­ing­um. Þar er lagt til að fram­kvæmd verði rann­sókn á stöðu trygg­inga fast­eigna á Íslandi þar sem fram kem­ur hve mik­ill hluti íbúðar­hús­næðis hafi í gildi ein­hvers­kon­ar trygg­ing­ar gegn bygg­ing­ar­göll­um, sér í lagi göll­um af völd­um raka og myglu.

Marg­vís­leg­ar um­bæt­ur lagðar til

Um­bæt­urn­ar sem lagðar eru til eru helst í gegn­um ýmis mögu­leg trygg­ingar­úr­ræði, um­bæt­ur á reglu­verki bygg­ing­ariðnaðar­ins, aukn­ingu í notk­un miðlægra ra­f­rænna gátta og með fræðslu, rann­sókn­um og út­gáfu upp­lýs­inga.

Ítar­legri lista um til­lög­ur að aðgerðum, úrræðum og verk­efn­um sem stuðlað geta að bætt­um gæðum í bygg­ing­ariðnaði og bættri rétt­ar­vernd neyt­enda vegna bygg­ing­argalla, þar með tal­inn raka- og myglu­vanda í hús­næði má finna í skýrsl­unni. List­inn inni­held­ur fyrst og fremst verk­efni sem eru sér­tæk og hafa upp­haf og endi, en einnig verk­efni sem eru viðvar­andi og í sí­felldri þróun.

Heimild: Mbl.is