Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Og Synir / Ofurtólið ehf. vinnur að endurbótum á skólabyggingu Verzlunarskóla Íslands

Og Synir / Ofurtólið ehf. vinnur að endurbótum á skólabyggingu Verzlunarskóla Íslands

395
0
Mynd: Og Synir / Ofurtólið ehf.

Nú standa yfir viðamiklar endurbætur á skólabyggingu Verzlunarskóla Íslands þar sem húsið verður endursteinað með gráum tónum og öllum gluggum skipt út.

<>

Þessar breytingar færa Verzlunarskólanum nýja ásýnd og meira flæði og tenging myndast við viðbyggingu skólans.

Mynd: Og Synir / Ofurtólið ehf.

Um þessar mundir er verið að skipta um alla glugga. Hafa framkvæmdir gengið vel.

Verktaki við verkið er Og Synir / Ofurtólið ehf. 

Skipt verður um alla glugga, andyrin endurnýjuð, húsið steinað að utan.

Mynd: Og Synir / Ofurtólið ehf.

Nemendainngangurinn fær yfirhalningu með bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða ásamt notalegu útisvæði með bekkjum þar sem nemendur geta notið sólarinnar á góðviðrisdögum.

Aðalinngangur skólans fær einnig breytt útlit og að lokum verður útilýsing í kringum skólann bætt til muna.

Hér má sjá myndir hvernig skólabygging Verzlunarskóla Íslands kemur til með að líta út.

Aðalinngangur skólans (A) (beint á móti Borgarleikhúsinu)
Aðalinngangur skólans (A) (beint á móti Borgarleikhúsinu)

 

Nemendainngangur (C)

Heimild: Verslo.is