Home Fréttir Í fréttum 30.01.2023 Norðurorka hf. Stofnlögn Hitaveitu Skjaldarvík – Akureyri

30.01.2023 Norðurorka hf. Stofnlögn Hitaveitu Skjaldarvík – Akureyri

236
0
Mynd: Norðurorka

Norðurorka hf. óskar eftir tilboðum í síðasta áfanga lagningar nýrrar stofnæðar hitaveitu milli Akureyrar og Hjalteyrar.

<>

Áfanginn, sem þetta tilboð nær til afmarkast í norðri við dælustöð Norðurorku nærri Skjaldarvík og í suðri við pípuenda norðan við gatnamót Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar á Akureyri, ásamt tengingum við núverandi lagnakerfi Norðurorku.

Verkið felst í stórum dráttum í greftri, fyllingu og pípulögn ásamt öllum frágangi. Lengd stofnæðarinnar er um 5,1 km. Stofnæðin er DN500 stálpípa í ø710 mm hlífðarkápu úr plasti. Á lögnina koma útloftunarlokar, tæmingar ásamt lögnum frá þeim.

Einnig er um að ræða lagningu þrýstilagnar skólps frá skólpdælustöð við Sjafnargötu að skólpdælubrunni við Austursíðu 2.  Þrýstilögnin er peh225

  • Framkvæmdartími 1. febrúar – 31. október 2023
  • Kynningarfundur 19. janúar. 2023, kl. 13:00
  • Fyrirspurnatíma lýkur 23. janúar. 2023
  • Svarfrestur rennur út 26. janúar. 2023
Útboðsgögn afhent: 16.01.2023 kl. 12:00
Skilafrestur 30.01.2023 kl. 13:00
Opnun tilboða: 30.01.2023 kl. 13:00

 

Sendið póst á Magnús Magnússon hjá Verkís (mm@verkis.is) ef óskað er eftir útboðsgögnum.