Home Fréttir Í fréttum 23.02.2023 Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í nýja Hamarshöll

23.02.2023 Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í nýja Hamarshöll

353
0
Hamarshöll eins og hún mun líta út að loknum fyrsta áfanga. Mynd: Hveragerðisbær – Alark arkitektar

Hamarshöllin Hveragerði – Áfangi 1 Alútboð

<>

Hveragerðisbær óskar eftir tilboðum í að hanna og byggja yfirbyggingu fyrir nýtt fjölnota íþróttahús ofan á og utan um núverandi steyptan grunn eldri Hamarshallar, ca. 49 x 105m að utanmáli, ásamt nýju anddyri ca. 5,6 x 5,6m að stærð.

Brúttó stærð nýrrar yfirbyggingar að viðbættu nýju anddyri er áætluð ca. 5.175m2, og frí lofthæð skal vera að minnsta kosti 7,0m á langhliðum yfirbyggingarinnar og 9,9m fyrir miðju húsi.

Lok framkvæmdatíma 19. mars 2024 með áfangaskilum 19. desember 2023.

Útboðsgögn verða tilbúin til útsendingar til bjóðenda frá og með 17. janúar 2023. Þeir sem óska eftir að fá send útboðsgögn sendi beiðni um það á netfangið johanness@mannvit.is

Útboðsgögn afhent: 17.01.2023 kl. 00:00
Skilafrestur 23.02.2023 kl. 11:00

Umbeðnum fylgigögnum með tilboði,  og verðtilboði bjóðanda skal skila í aðskildum umslögum á afgreiðslu tæknideildar Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, eigi síðar en fimmtudaginn 23. febrúar 2023, kl. 11:00.