Home Fréttir Í fréttum Feðgar skelltu sér í nám saman

Feðgar skelltu sér í nám saman

244
0
Feðgarnir Sigurður Brynjar Pálsson og Sölvi Steinn Sigurðsson verja miklum tíma saman í skólanum. mbl.is/Árni Sæberg

Feðgarn­ir Sig­urður Brynj­ar Páls­son og Sölvi Steinn Sig­urðsson stunda sam­an nám í tré­smíði í kvöld­skóla FB. Sam­ver­an í skól­an­um hef­ur verið góð og stefna feðgarn­ir á að smíða sam­an gesta­hús við sum­ar­hús fjöl­skyld­unn­ar næsta sum­ar

<>

„Ég hef alla tíð haft áhuga á að geta bjargað mér sjálf­ur þegar hef­ur komið að viðhaldi, til dæm­is á heim­il­inu eða í sveit­inni þar sem sum­ar­hús fjöl­skyld­unn­ar er. Þar fer ég sjald­an úr smíðavest­inu, end­ar hef­ur það veitt mér mikla hug­ar­ró að fara í annað hlut­verk en því sem ég er í dag frá degi.

Að vinna með hönd­un­um, áhugi á að skapa, búa til hluti hef­ur fylgt mér frá því ég man eft­ir mér,“ seg­ir Sig­urður sem vann á mennta­skóla­ár­un­um hjá bygg­inga­verk­taka en tók svo aðra stefnu í líf­inu og er í dag for­stjóri BYKO.

Sölvi, sem er 21 árs og stund­ar einnig nám í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ist deila smíðaáhug­an­um með föður sín­um. „Ég hef alltaf haft áhuga á að smíða og vinna með hönd­un­um.

Það var samt aldrei á dag­skrá að mennta sig í slíku. Þegar pabbi var að skoða húsa­smíðanám og spurði hvort ég myndi vilja koma með hon­um þá var ég al­veg tvístig­andi. Þannig að segja mætti að þetta hafi verið skyndi­ákvörðun hjá mér. Ég leit samt á þetta sem góða stund með pabba,“ seg­ir Sölvi og bæt­ir við að mennt­un nýt­ist alltaf vel.

Hvernig er að læra viðskipta­fræði og tré­smíði á sama tíma?

„Þetta pass­ar mjög vel sam­an, gott að kom­ast frá bók­un­um og fara að vinna með hönd­un­um. Þetta get­ur samt sem áður verið smá strembið inn á milli, tíma­lega séð en maður þarf bara að vera skipu­lagður og horfa á þetta á já­kvæðan hátt,“ seg­ir Sölvi.

Feðgarn­ir stefna á að bæta gesta­húsi við sum­ar­bú­staðinn í sum­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hvernig var að fara í nám með pabba sín­um?

„Það er sér­stakt en mjög skemmti­legt. Maður sýn­ir al­veg sína góðu hlið og sér sömu­leiðis aðra hlið á pabba. Síðan er þetta bara góð stund sem við eig­um okk­ar á milli, sem mér þykir dýr­mætt,“ seg­ir Sölvi og faðir hans tek­ur und­ir:

„Við erum og höf­um alla tíð verið góðir og nán­ir vin­ir. Það hef­ur verið mjög skemmti­legt að vera í þessu sam­an. Það er ábyggi­lega oft­ar þannig að for­eldr­ar gefi börn­um sín­um ráð og leiðbeini. Hjá okk­ur hef­ur það í raun verið öf­ugt, ég hef leitað mikið til hans með ráðlegg­ing­ar, við höf­um lagst sam­an yfir verk­efn­in, skipst á skoðunum og endað með sam­eig­in­lega niður­stöðu. Sem hef­ur verið þrosk­andi og um leið mjög gef­andi. Við erum í nám­inu sem sam­nem­end­ur á sama stað í sama til­gangi,“ seg­ir Sig­urður.

Sig­urður seg­ir námið hafa verið skemmti­legt en einnig krefj­andi. „Það sem hef­ur verið hvað mest krefj­andi er þrívídd­ar­hugs­un­in, það er að virkja þá hugs­un. Grunn­teikni­áfang­arn­ir hafa verið býsna krefj­andi. Þar er meðal ann­ars gerð sú krafa að geta teiknað upp form frá öll­um hliðum og áttað sig á raun­stærðum. En að sama skapi mjög gagn­legt og í raun hef­ur opnað fyr­ir mér nýja hugs­un þegar kem­ur að bygg­ing­um.“

Hvað hef­ur komið mest á óvart?

„Hvað þetta er fjöl­breytt nám sem hent­ar öll­um. Eng­in krafa gerð um styrk­leika, þekk­ingu eða reynslu. Ég kom alla­vega þarna inn með lág­marksþekk­ingu en náði að reisa sum­ar­hús með góðum hópi þenn­an vet­ur­inn,“ seg­ir Sölvi.

Feðgarn­ir stefna á út­skrift haustið 2023. Sig­urður seg­ir að mark­miðið sé að klára sveins­próf og hann ætl­ar mögu­lega í fram­hald­inu í meist­ara­námið. Mennt­un­in mun ekki bara skila sér í meiri og betri smíðavinnu held­ur einnig í nú­ver­andi starfi.

„Öll mennt­un, sama hver hún er, nýt­ist fólki. Ég hef alltaf talað fyr­ir því að fólki eigi stöðugt að end­ur­mennta sig og læra nýja hluti, læra af öðrum. Það get­ur ekki annað en styrkt viðkom­andi þó það væri ekki annað en víðara sjón­ar­horn sem fólk öðlast við aukna þekk­ingu. Án efa mun tré­smíðin nýt­ast mér í starfi.

Viðskipta­vin­ir BYKO standa frammi fyr­ir fram­kvæmd­um, hvort sem um ræðir fegr­un heim­il­is­ins, ný­fram­kvæmd­ir, viðhald og svo fram­veg­is. Með þessa mennt­un í fartesk­inu eyk­ur það enn frek­ar skiln­ing minn á þeim viðfangs­efn­um sem viðskipta­vin­ir BYKO fást við hverju sinni.

Það skipt­ir okk­ur máli að okk­ar viðskipta­vin­um gangi vel með þau verk­efni sem þau fást við. Ég á svo eft­ir að standa enn bet­ur að vígi með þau verk­efni sem bíða heima fyr­ir. Það er mjög skemmti­legt að setj­ast á skóla­bekk og sér­stak­lega í þessu námi þar sem ég hef haft tæki­færi til að kynn­ast skemmti­legu og áhuga­verðu fólki með ólík­an bak­grunn,“ seg­ir Sig­urður.

Mennt­un­in mun nýt­ast Sig­urði og Sölva vel. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sölvi sem er enn ung­ur námsmaður er einnig viss um að námið muni nýt­ast hon­um. „Þessi þekk­ing nýt­ist al­veg klár­lega ein­hvern tím­ann í framtíðinni hvort sem það verður við vinnu eða við fram­kvæmd­ir á mínu eig­in húsi. Eins og staðan er hjá mér þá er ekki á dag­skrá að fara að vinna við smíðar.

Ég veit samt ekki hvað framtíðin fel­ur í sér. Feðgar á ferð var hug­mynd sem kom upp þegar við skráðum okk­ur í námið og hver veit nema það verði eitt­hvað úr þeirri hug­mynd í framtíðinni. Þá er nú gott að vera með viðskipta­fræðina á fer­il­skránni,“ seg­ir Sölvi og bros­ir.

Heimild: Mbl.is