Home Fréttir Í fréttum Bygging hótels við Katlavöll í bið

Bygging hótels við Katlavöll í bið

179
0
Hótellóðin er rétt hjá nýja golfskálanum sem verið er að byggja við Katlavöll á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Áform um bygg­ingu nýs hót­els við Katla­völl, golf­völl­inn við Húsa­vík, eru kom­in í bið. Fé­lagið Góð hót­el ehf. fékk þar lóð síðastliðið haust. Finnsk sam­starfs­fyr­ir­tæki hafa hins veg­ar dregið sig út úr verk­efn­inu.

<>

Sveit­ar­stjórn Norðurþings samþykkti í sept­em­ber að út­hluta Góðum hót­el­um lóð hjá nýja golf­skál­an­um við Katla­völl und­ir hót­el. Áformað er að reisa þar fimm skála og tveggja hæða hót­el að auki, allt úr timbri. Hús­in eiga að rúma allt að 60 gisti­her­bergi auk þjón­ustu­rým­is í kjall­ara.

Friðrik Sig­urðsson, at­hafnamaður frá Húsa­vík og for­svarsmaður Góðra hót­ela ehf., seg­ir að unnið hafi verið að und­ir­bún­ingi og hönn­un hót­els­ins í sam­ræmi við deili­skipu­lag sem til var vegna fyrri áforma um bygg­ingu hót­els á þess­um stað.

Hann seg­ir að er­lend­ir sam­starfsaðilar hafi hætt við þátt­töku í upp­bygg­ing­unni nú fyr­ir ára­mót­in, frek­ar viljað ein­beita sér að upp­bygg­ingu í sínu heimalandi, Finn­landi. Þess vegna sé verk­efnið komið í bið.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is