Home Fréttir Í fréttum Blöndulína 3 megi ekki skerða möguleika til uppbyggingar á Akureyri

Blöndulína 3 megi ekki skerða möguleika til uppbyggingar á Akureyri

201
0
Leið Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar Mynd: Landsnet

Bæjaryfirvöld á Akureyri ætla að ítreka þá kröfu sína við Landsnet að Blöndulína 3 verði lögð í jarðsteng um bæjarlandið. Loftlína skerði möguleika bæjarins á nýjum byggingasvæðum. Landsnet telur jarðstreng ekki mögulegan á þessum stað.

<>

500 metra frá næstu íbúðarhúsum

Áformað er að Blöndulína 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar, liggi um Kræklingahlíð utan Akureyrarbæjar og endi í spennuvirki við Rangárvelli á Akureyri. Aðalvalkostur Landsnets er loftlína um þetta svæði sem lægi um 500 metra frá næstu íbúðarhúsum í efstu hverfum Akureyrar.

Vilja að línan fari í jörðu á 1,5-2 kílómetra kafla

Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, segir bæjaryfirvöld hafa áhyggjur af því að háspennulína í lofti rýri uppbyggingarmöguleika í bæjarlandinu. „Þannig að við höfum verið að fara fram á að fyrsti kaflinn frá Rangárvöllum, einn og hálfur, tveir kílómetrar, fari í jörðu.“

Spurning um forgangsröðun á allri línuleiðinni

Rök Landsnets fyrir loftlínu er ákvörðun um að leggja Dalvíkurlínu í jarðsteng, ríflega 40 kílómetra milli Dalvíkur og Akureyrar. Við það sé ekki tæknilega mögulegt að Blöndulína fari einnig í jarðstreng um bæjarland Akureyrarbæjar.

Halla segir bæjaryfirvöld hafi kallað eftir frekari skýringum á þessu hjá Landsneti. Þetta sé spurning um forgangsröðun á allri leið Blöndulínu og þar sem Akureyri sé eina þéttblýlið sem línan fari um sé forgangsefni að hún fari þar í jörðu.

Hólasandslína fór í jarðstreng um bæjarlandið

„Þetta samtal heldur bara áfram. Við eigum von á því að eiga fund með Landsneti núna 5. janúar og svo stendur til að þau komi hérna og kynni sín áform um miðjan janúar,“ segir Halla. Og hún segir fordæmi fyrir því að áform um háspennulínu í lofti hafi breyst þegar Hólasandslína 3 var lögð í jarðstreng um bæjarlandið á Akureyri á síðasta ári. „Við erum auðvitað að gera okkur vonir um það í þessu tilfelli líka.“

Heimild: Ruv.is