Home Fréttir Í fréttum Hafna ósk um að rífa byggingu

Hafna ósk um að rífa byggingu

179
0
Skúlagata 30. mbl.is/sisi

Borg­ar­yf­ir­völd hafa tekið nei­kvætt í ósk eig­anda Skúla­götu 30 þess efn­is að rífa húsið og byggja í staðinn nýtt hús á 5-6 hæðum. Í hús­inu áttu að vera 37 hótel­íbúðir.

<>

Af gögn­um máls­ins má sjá að borg­in legg­ur áherslu á lausn­ir og út­færsl­ur sem fela í sér sam­spil hús­vernd­ar og nýrr­ar upp­bygg­ing­ar frek­ar en niðurrif eldri bygg­inga.

Batte­ríið arki­tekt­ar sendu inn um­sókn­ina fyr­ir hönd eig­and­ans, Rauðsvík­ur ehf. Með um­sókn­inni fylg­ir minn­is­blað um ástand húss­ins, sem unnið var af Tensio verk­fræðistofu.

Skúla­gata 30 er stein­steypt fjög­urra hæða hús með einn­ar hæðar léttri úti­bygg­ingu inn í portið á milli Skúla­götu og Hverf­is­götu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is