Verkið felur í sér framkvæmdir í tengslum við uppbyggingu veitukerfa vegna uppsetningar á nýrri hreinsunarstöð fyrir CO2 sem nú er unnið að bygging að á lóð ON í jarðhitagarði við Hellisheiðarvirkjun.
Helstu, lagnir, strengir og mannvirki sem tilheyra verkinu eru:
- DN 600 hefðbundnar ofanjarðarlagnir á steyptum undirstöðum, einangraðar og álklæddar samtals um 400 um langar.
- DN 600/ø800 hefðbundin foreinangruð niðurgrafin heitavatnslögn um 1350 m löng.
- Plastlagnir, ø400 og ø315 PE SDR 17, hefðbundnar kaldavatnslagnir neðanjarðar, samtals um 1900 m að lengd.
- Háspennustrengir í jörðu, 11 kV, samtals um 10.600 m að lengd.
- Jarðvír með háspennustrengjum og í jarðskaut, samtals um 3800 m að lengd.
- Blásturspípur í jörðu fyrir ljósleiðara samtals um 2.200 m að lengd.
- Ljósleiðari í blásturspípur og innandyra, samtals um 2.300 m að lengd.
- Staðsteyptar og forsteyptar undirstöður undir pípulagnir og annan búnað.
- Bygging og fullnaðarfrágangur á dreifistöðvarhúsi fyrir rafmagn. Húsið er á einni hæð um 125 m2 að grunnfleti og um 5 m hátt. Húsið er staðsteypt að hluta og að hluta stálgrindarbygging.
- Uppsetning og fullnaðarfrágangur háspennubúnaðar í dreifistöðina og lögn, frágangur og tengingar háspennustrengja og búnaðar innan stöðvarhúss Sleggju.
Útboðsgögn afhent: | 24.12.2022 kl. 00:00 |
Skilafrestur | 26.01.2022 kl. 13:00 |
Opnun tilboða: | 24.01.2022 kl. 13:00 |
Verkið felur í sér alla nauðsynlega jarðvinnu, pípulagnavinnu, raflagnavinnu og byggingarvinnu.
Verkkaupi leggur til háspennustrengi og hluta af rafbúnaði, svo og megnið af efni til pípulagna, m.a. allar stállagnir DN250 og stærri. Verktaki leggur sjálfur til efni í plastlagnir í verkinu.