Home Fréttir Í fréttum 24.01.2023 Arnarnesvegur (411) Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut, eftirlit og ráðgjöf

24.01.2023 Arnarnesvegur (411) Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut, eftirlit og ráðgjöf

300
0
Arn­ar­nes­veg­ur frá Rjúpna­vegi að Breiðholts­braut

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Arnarnesvegur (411), Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut.

<>

Verkið innifelur gerð Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi.

Í verkinu eru tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi, stígar og settjörn. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræð II. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Veitna og Mílu.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Opnun tilboða fyrir verkframkvæmdina er áætlað í mars/apríl 2023 og verklok haustið 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með miðvikudeginum 21. desember 2022  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn  24. janúar 2023

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu.  Föstudaginn 27. janúar  2023 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.