Home Fréttir Í fréttum Verðmæti lóðanna allt að 8 milljarðar

Verðmæti lóðanna allt að 8 milljarðar

139
0
Bensínstöð N1 á Ægisíðu mun víkja fyrir íbúðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á næstu árum er fyr­ir­hugað að reisa íbúðir og at­vinnu­hús­næði á ell­efu bens­ín­stöðvalóðum í Reykja­vík.

<>

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá borg­inni er gert ráð fyr­ir 700-800 íbúðum á þess­um lóðum. Þær eru alls rúm­lega 40 þúsund fer­metr­ar og sum­ar í grón­um hverf­um. Fjöldi íbúða hef­ur ekki verið end­an­lega ákveðinn og gæti þeim fjölgað síðar.

Með þess­ari upp­bygg­ingu verður veru­leg breyt­ing á af­greiðslu olíu­fé­lag­anna í borg­inni en ít­ar­lega er fjallað um þessi áform í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

At­vinnu­hús­næði á jarðhæð

Miðað við að lóðar­verð á íbúð verði um 10 millj­ón­ir, sem telst raun­hæft í ljósi verðbólgu og verðhækk­ana, er verðmæti þess­ara ell­efu bens­ín­stöðvalóða 7-8 millj­arðar. Við það bæt­ist hugs­an­legt at­vinnu­hús­næði á jarðhæð og mögu­leg­ar tekj­ur af bíla­kjall­ara, ef svo ber und­ir.

Á móti kem­ur kvöð um fé­lags­leg­ar íbúðir til að stuðla að blönd­un íbúða en sölu­verð þeirra gæti orðið und­ir al­mennu markaðsvirði.

Samið um stór­ar lóðir

Þessu til viðbót­ar sömdu Hag­ar (Olís) og Festi (N1) um upp­bygg­ingu í Rofa­bæ og Stekkj­ar­bakka. Þar er rætt um á fimmta hundrað íbúðir á 23 þúsund fer­metra lóðum.

Jafn­framt eru uppi hug­mynd­ir um íbúðir á nú­ver­andi bens­ín­stöðvalóðum á Hring­braut 12, Miklu­braut 100 og 101 og á Skúla­götu 9. Þær virðist fjar­læg­ari, ekki síst á Miklu­braut, enda þyrfti að leggja göt­una í stokk til að hægt yrði að reisa þar fjöl­býl­is­hús.

Hag­kvæm­ara fyr­ir borg­ina

Samn­ing­ar borg­ar­inn­ar við olíu­fé­lög­in hafa vakið at­hygli. Þá hef­ur það sjón­ar­mið heyrst að borg­in hafi af­hent fé­lög­un­um verðmæti með þess­um bygg­ing­ar­heim­ild­um.

Ívar Örn Ívars­son, deild­ar­stjóri lög­fræðideild­ar á skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara, seg­ir samn­ing­ana hag­kvæma fyr­ir borg­ina.

Máli sínu til stuðnings bend­ir hann á að leigu­samn­ing­arn­ir séu gjarn­an til langs tíma. Af því leiði að borg­in myndi þurfa að greiða bæt­ur fyr­ir lok­un bens­ín­stöðva á samn­ings­tím­an­um.

„Það hljóm­ar kannski illa þegar mál­inu er stillt upp þannig að borg­in sé að af­henda ein­hver verðmæti en á móti kem­ur að borg­in nær mark­miðum sín­um um fækk­un bens­ín­stöðva og upp­bygg­ingu íbúða,“ seg­ir Ívar.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is