Home Fréttir Í fréttum 45 milljónir í bætur vegna hótelbyggingar

45 milljónir í bætur vegna hótelbyggingar

193
0
Hótel Skuggi á Hverfisgötu 103. Sala Landsbankareitsins á undirverði gerði það að verkum að gildi kyrrseningar hótelbyggingarinnar rýrnaði. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrr­ver­andi eig­andi SA Verks, Sig­urður Andrés­son, hef­ur verið dæmd­ur í Lands­rétti til að greiða LOB ehf. 45 millj­ón­ir í skaðabæt­ur, vegna Hót­els Skugga á Hverf­is­götu 103.

<>

Fé­lagið LOB ehf. varð til við end­ur­reisn Loftorku í Borg­ar­nesi árið 2009 og er í eigu Bygg­inga­lausna ehf., fé­lags feðganna Óla Jóns Gunn­ars­son­ar og Bergþórs Ólason­ar alþing­is­manns.

Taldi Lands­rétt­ur að Lands­bankareit­ur­inn hefði verið seld­ur á und­ir­verði út úr H96 ehf. og að Sig­urður hefði því vikið með sak­næm­um hætti frá þeim kröf­um sem gera hafi mátt til hans. Í áfrýjuðum dómi héraðsdóms var Sig­urður dæmd­ur til að greiða um 100 millj­ón­ir í skaðabæt­ur.

Tók að sér að fram­leiða for­steypt­ar ein­ing­ar í hót­el­bygg­ingu

SA verk og LOB höfðu gert með sér verk­samn­ing þar sem LOB tók að sér að fram­leiða og reisa for­steypt­ar ein­ing­ar í hót­el­bygg­ingu að Hverf­is­götu 103 en vegna ágrein­ings fé­lag­anna krafðist LOB kyrr­setn­ing­ar hjá SA verki til trygg­inn­g­ar 94 millj­óna kröfu, sem sýslumaður varð við.

Með dómi héraðsdóms í mál­inu, til staðfest­ing­ar á gerðinni, var fall­ist á kröfu LOB upp á 60 millj­ón­ir, að viðbætt­um drátt­ar­vöxt­um og frá­dreg­inni til­greindri inn­borg­un en þá hafði H96 ehf. tekið við skyld­um SA verks eft­ir samruna fé­lag­anna.

LOB fékk á hinn bóg­inn ekki greidd­ar nema um 3 millj­ón­ir af hinni dæmdu fjár­hæð og höfðaði því bóta­mál á hend­ur SA verks. Í dómi Lands­rétt­ar, sem féll í gær, var talið að upp­setn­ing fé­laga Sig­urðar hafi leitt til þess að all­ir stjórn­un­arþræðir SA verks, H96 ehf. og SAB ehf. hafi legið hjá hon­um sjálf­um og skipti það máli við mat á því hvort sak­næm hátt­semi hefði fal­ist í sölu Lands­bankareits­ins til SAB ehf.

Lands­bankareit­ur­inn seld­ur á und­ir­verði og kyrr­setn­ing­in rýrð

Komst rétt­ur­inn að þeirri niður­stöðu að Lands­bankareit­ur­inn hefði verið seld­ur á und­ir­verði út úr H ehf. Með því hefði S vikið með sak­næm­um hætti frá þeim kröf­um sem gera hafi mátt til hans og rýrt gildi kyrr­setn­ing­ar­inn­ar.

Eðli­leg sala reits­ins hefði aukið veru­lega mögu­leika H ehf. til að s tanda við skuld­bind­ing­ar sín­ar, þar á meðal gagn­vart LOB ehf., og gögn máls­ins bæru með sér að LOB ehf. hefði að minnsta kosti að veru­legu leyti notið þeirra viðbótar­fjármuna sem runnið hefðu inn í H96 ehf. við eðli­lega sölu.

Heimild: Mbl.is