Home Fréttir Í fréttum Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar

Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar

109
0
Hér sést nýr 300 metra langur hafnarkantur í framhaldi af gamla hafnarkantinum sem er gulmálaður. Bærinn hefur beðið eftir dæluskipi Björgunar í um hálft ár. STÖÐ 2/ÍVAR

Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn.

<>

Tekjur Ísafjarðarbæjar af skemmtiferðaskipum hafa aukist mikið á undanförnum árum, að undanskyldum covid árunum að sjálfsögðu. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári.

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að undanfarin ár hafi verið unnið að stækkun Sundahafnar til að hægt verði að taka á móti fleiri og stærri skemmiferða- og flutningaskipum í einu. Búið væri að reka niður stálþil til að lengja hafnarkantinn.

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.
STÖÐ 2/ÍVAR

„Þetta er nýr kantur upp á 300 metra þannig að við getum tekið á móti stærri skipum. Sem mun náttúrlega skipta okkur gríðarlega miklu máli. Þetta er tekjuverkefni sem skiptir máli fyrir höfnina og fyrir samfélagið allt,“ segir Arna Lára.

Bærinn er með samning við Björgun og samkvæmt honum átti nýtt dæluskip félagsins að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Hluti efnisins átti að fara í gerð hafnarkannts í pollinn fyrir innan stálþili.

Heimild: Visir.is