Meirihluti skipulagsráðs Akureyrar hefur samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við útfærslu útboðs- og úthlutunarskilmála fyrir Móahverfi með það að markmiði að hægt verði að auglýsa lóðir í fyrsta áfanga hverfisins í janúar næstkomandi.
Fyrirtækið SS-Byggir sendi fyrir skömmu inn erindi og óskaði eftir úthlutun lóðar í Móahverfi fyrir 100 til 200 íbúðir við fyrsta tækifæri. Rök fyrir beiðni fyrirtækisins eru þau að það taki frá 9 mánuðum og upp í ár að fullhanna vönduð fjölbýlishús og því sé æskilegt að lóðum verði úthlutað þó svo að svæðið sé ekki byggingarhæft enn sem komið er.
Heimild: Vikudagur.is