Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Skrifað undir samning um nýtt Skógahverfi á Akranesi

Skrifað undir samning um nýtt Skógahverfi á Akranesi

421
0
Eftir undirritun samningsins. F.v. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Veitna, Óskar Sigvaldason frá Borgarverki, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Kristinn Sigvaldason frá Borgarverki, auk þeirra Alfreðs Alfreðssonar og Björns Breiðfjörð Gíslasonar frá skipulagssviði Akraneskaupstaðar. Ljósm. aðsend.

Í morgun var á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar skrifað undir verktakasamning við Borgarverk ehf um framkvæmdir í nýju Skógahverfi; gatnagerð og lagnir og yfirborðsmótun í áföngum sem nefnast 3C og 5.

<>

Fyrirtækið var með lægsta boð í verkið, en það hljóðaði upp á 1.045.285.000 krónur. Akraneskaupstaður bauð verkið út í samvinnu við Veitur ohf., Ljósleiðarann ehf og Mílu ehf.

Í nýbyggingarhverfinu er um að ræða gatnagerð, stígagerð, götulýsingu og lagningu allra veitukerfa og fjarskiptalagna í hluta af skipulagsáföngum Skógahverfis 3C og 5.

Í verkinu felst m.a. gröftur á 105 þúsund rúmmetrum, 115 þúsund rúmmetra fylling, 4.400 metrar fráveitulagna, 2.600 metrar neysluvatnslagna og 4.500 metrar hitaveitulagna.

Verkið er með áfangaskilum 30. janúar 2023, 30. júlí 2023, 30. október 2023 og verklok eru 30. ágúst 2024.

Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri Borgarverks segist í samtali við Skessuhorn gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist nú þegar í þessum mánuði.

Heimild: Skessuhorn.is