Home Fréttir Í fréttum Áratuga viðskiptasamband fór illa – Krafðist 130 milljóna en þurfti að greiða...

Áratuga viðskiptasamband fór illa – Krafðist 130 milljóna en þurfti að greiða sex

303
0
Mynd: VÍSIR/VILHELM

Viðskiptasambandi tveggja verktakafyrirtækja á Suðurnesjum lauk með dómsmáli á dögunum eftir að annað fyrirtækið, sem hafði séð um undirverktöku fyrir hitt í yfir áratug, höfðaði mál vegna ætlaðra ógreiddra reikninga að upphæð rúmlega 130 milljóna króna.

<>

Undirverktakinn fyrrverandi krafði hinn stefnda aðalverktaka um fjölda reikninga vegna vinnu og efnistúttekta allt frá árinu 2017, segir í dómsskjölum.

Þá kedómsmur einnig fram í dómsskjölum að nokkur fjöldi vitna hafi verið kallaður til, verkstjórar og framkvæmdastjórar beggja fyrirtækja, í þeim tilgangi að staðfesta verklok hinna ýmsu verkefna á tímabilinu sem um ræðir og til staðfestingar á því að umræddrar úttektir á efni og vinnu hafi yfir höfuð átt sér stað.

Málinu lauk fyrir héraðsdómi með því að hinn stefndi aðalverktaki var sýknaður af öllum kröfum, meðal annars vegna fyrningar, tómlætis eða sönnunarskorts.

Þá voru gerðar athugasemdir við málatilbúnað stefnanda sem krafði stefnda um fjölda reikninga sem þegar höfðu verið greiddir að fullu.

Þá var stefnandi látinn bera málskostnað að fullu, tæplega sex milljónir króna meðal annars vegna þessa, segir í dómsskjölum.

Heimild: Sudurnes.net