Þann 29. nóvember síðastliðin, var undirritaður samningur á milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍAV um byggingu knatthúss að Ásvöllum. .
En unnið hefur verið að hönnun knatthússins allt frá árinu 2018 samhliða því sem unnið var að ítarlegu mati á umhverfisáhrifum knatthússins, eins og gerð var krafa um.

Á næstu dögum munu starfsmenn ÍAV hefja undirbúning að framkvæmdum, en að tveimur árum liðnum er gert ráð fyrir að taka knatthúsið í notkun.
Heimild: Haukar.is