Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Reykjanesbær semja við GG Bygg um færslu Þjóðbrautar

Reykjanesbær semja við GG Bygg um færslu Þjóðbrautar

431
0
Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá samningi við verktakafyrirtækið GG Bygg um framkvæmdir við færslu Þjóðbrautar.

<>

Fyrirtækið hefur undanfarin ár byggt upp Hlíðarhverfi og er svo komið að vegurinn stendur á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði fyrirtækisins.

Þjóðbraut er flokkaður Þjóðvegur í þéttbýli og sem slíkur á ábyrgð og forræði Vegagerðar, en samkvæmt svörum frá Vegagerðinni til bæjarins er Þjóðbraut mögulega að detta útaf lista yfir þjóðvegi í þéttbýli.

Vegna tímapressu leggur sviðsstjóri umhverfissviða til að Reykjanesbær kosti þessa framkvæmd og eigi þá kröfu á Vegagerð þegar tryggt verður að Þjóðbraut verði áfram þjóðvegur í þéttbýli, m.a. vegna uppbyggingar við Njarðvíkurhöfn, segir í minnisblaði sviðsstjóra vegna málsins sem lagt var fyrir bæjarráð.

Samkvæmt minnisblaðinu er gengið til samninga við GG Bygg þar sem fyrirtækið hefur tæki til verksins klár til notkunar á staðnum.

Samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði er áætlaður kostnaður vegna færslunnar á veginum um 26 milljónir króna og mun Reykjanesbær, eins og áður segir, mögulega eiga endurkröfu á Vegagerðina vegna framkvæmdanna.

Heimild: Sudurnes.net