Home Fréttir Í fréttum Sjáðu sigurtillöguna að nýju Grófarhúsi

Sjáðu sigurtillöguna að nýju Grófarhúsi

123
0
Skipulag úr lofti.

Hóp­ur frá JVST arki­tekt­um, Insi­de Outsi­de, Hanr­ath Architect, Krea­tíva teikni­stofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verk­fræðistofu bar sig­ur úr být­um í hönn­un­ar­keppni Reykja­vík­ur­borg­ar og Arki­tekta­fé­lags Íslands um breyt­ing­ar og end­ur­bæt­ur á Gróf­ar­húsi.

Hóp­ur­inn á bak við hönn­un­ina. Ljós­mynd/​Ró­bert Reyn­is­son

Dag­ur. B Eggerts­son borg­ar­stjóri veitti verðlaun­in við hátíðlega at­höfn í dag. Alls komust fimm teymi í gegn­um for­val og tvær til­lög­ur sér­stak­lega til­nefnd­ar í dag.

Sig­ur­til­lag­an.

Nýtt líf

„Hug­mynd­in er að bóka­safnið fái allt húsið til af­nota og mark­miðið með breyt­ing­um og end­ur­bót­um á þessu hús­næði er að upp­fylla sem best þær kröf­ur sem gerðar eru til nú­tíma bóka­safna sem hýsa fjöl­breytta þjón­ustu og dag­skrá fyr­ir íbúa og aðra.

Við vilj­um að Gróf­ar­hús fái nýtt líf sem opin og skemmti­leg bygg­ing, lif­andi sam­fé­lags- og menn­ing­ar­hús í takt við vel heppnuð dæmi hjá ná­granna- og vinaþjóðum okk­ar,“ er haft eft­ir borg­ar­stjór­an­um í til­kynn­ingu.

Nýt­ing rýma.

„Áhersla var lögð á raun­hæfa en jafn­framt spenn­andi til­lögu sem myndi sóma sér vel í lif­andi og fal­legu um­hverfi miðbæj­ar­ins. Þá var gerð krafa um að um­hverf­is­sjón­ar­mið, sjálf­bærni og vist­væn hönn­un væru höfð að leiðarljósi við hönn­un og efn­is­val.“

Í dóm­nefndaráliti seg­ir að til­lag­an svari skemmti­lega og vel vænt­ing­um um fjöl­breytt­an æv­in­týra- og fróðleiks­heim fyr­ir fólk á öll­um aldri. Sterkt teng­ing við Vita­veg­inn skap­ist á milli hæða með opn­un­um í plöt­um.

Heimild: Mbl.is

Previous articleReykjanesbær semja við GG Bygg um færslu Þjóðbrautar
Next articleHefja mestu upp­byggingu í mið­bæ Hafnar­fjarðar í ára­tugi