Home Fréttir Í fréttum Mikil tilhlökkun er fyrir nýja veginum um Hornafjörð

Mikil tilhlökkun er fyrir nýja veginum um Hornafjörð

156
0

Mikil spenna og tilhlökkun er á meðal heimamanna í Hornafirði og næsta nágrenni yfir nýjum vegi á hringveginum um Hornafjörð og nýjum fjórum tvíbreiðum brúm, sem verða byggðar þar, meðal annars yfir Hornafjarðafljót. Þegar framkvæmdum verður lokið mun hringvegurinn styttast um 12 kílómetra.

<>

Stórvirkar vinnuvélar hafa verið fluttar til landsins vegna verkefnisins, m.a. nokkrar nýjar búkollur, sem komið var með sjóleiðina á Höfn.

Í stórum dráttum samanstendur framkvæmdin af lagningu 19 kílómetra þjóðvegar og hliðarvegi upp á 9 kílómetra. Þá verða smíðaðar fjórar tvíbreiðar brýr.
AÐSEN

„Það er magnað að sjá þetta og mjög skemmtilegt, við viljum bara fulla ferð,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Breytingar á hringveginum um Hornafjörð hafa verið í vinnslu hjá Vegagerðinni í um 15 ár en nú eru hlutirnir loksins farnir að gerast, vinnuvélar komnar á svæðið og allt að komast á fullt.

Í stórum dráttum samanstendur framkvæmdin af lagningu 19 kílómetra þjóðvegar og hliðarvegi upp á 9 kílómetra. Þá verða smíðaðar fjórar tvíbreiðar brýr.

Nýr vegur um Hornafjörð styttir hringveginn um 12 kílómetra.
VEGAGERÐIN

Mikil spenna er á meðal heimamanna yfir verkefninu.

„Það verður ný brú lögð á þurru en síðan verður fljótinu veitt undir brúnna. Það er byrjað að fergja mýrina á svæðinu og nú er verið að reisa vinnubúðir hérna út frá fyrir karlana og fólkið hjá Ístak,“ bætir Sigurjón við.

Verksamningurinn við Ístak hljóðar upp á rúmlega sex milljarða króna. Reiknað er með að nýi vegurinn og brýrnar verði tilbúnar í desember 2025.

Heimild: Visir.is