Home Fréttir Í fréttum Segir stærsta hluta nýrra í­búða enda í höndum eigna­fólks

Segir stærsta hluta nýrra í­búða enda í höndum eigna­fólks

73
0
Mikill skortur er á lóðum og íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/VILHELM

Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf.

<>

Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Formanni samtaka leigjanda líst ekkert á stöðuna og segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að útvega almenningi húsnæði á viðráðanlegu verði.

Í kvöldfréttum okkar kom fram gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort.

Stærstur hluti endar í höndum eignafólks

Formaður samtaka leigjanda, Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir að þeim hjá samtökunum lítist ekkert á þróunina.

Bæði sé verið að byggja allt of lítið og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafi dregist mikið saman frá árinu 2005 miðað við fólksfjölgun.

„Frá árunum 2005 til 2022 hefur framleiðni dregist saman um 40%. Bæði er það þannig og að það sem þó er verið að byggja, stærsti hluti íbúða endar í höndunum á lögaðilum og eignarfólki sem er að koma þessu út á leigumarkaðinn.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að almenningur fái húsnæði á viðráðanlegu verði.
VÍSIR/VILHELM

Þannig að þessi þróun hefur gríðarlega slæm áhrif á leigumarkaðinn, bæði skorturinn og það að það séu ekki takmörk á því hverjir geta eignast þær íbúðir sem koma á markað,” segir Sigurður.

Aðspurður um hvað sé hægt að gera segir Sigurður ríkið og sveitarfélögin bera ábyrgð, þau eigi að útvega húsnæði.

„Það voru sett húsnæðislög einmitt til að tryggja það að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegu verði.

Það stendur líka í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið undirritaður og allir viðaukar við hann, nema sá viðauki sem heimilar íslenskum borgurum að fara með mál sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þegar verið er að brjóta á réttindum þeirra þegar kemur að öruggu húsnæði.”

Þegar talið berst að unga fólkinu og stöðu þeirra segir Sigurður að þrefalt hærra hlutfall íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum miðað við Norðurlöndin.

Heimild: Visir.is