Home Fréttir Í fréttum Þörfin ofmetin um 2.000 íbúðir?

Þörfin ofmetin um 2.000 íbúðir?

181
0
Endurmat á íbúðarfjölda hefur áhrif á ýmsar áætlanir. mbl.is/Árni Sæberg

Þor­steinn Arn­alds, töl­fræðing­ur hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS), seg­ir hugs­an­lega til­efni til að end­ur­meta áætlaða íbúðaþörf á Íslandi. Hún kunni að vera of­met­in um 2.000 íbúðir.

<>

Til­efnið er umræða um að íbúa­fjöldi lands­ins hafi verið of­met­inn.

Sam­kvæmt nýju mann­tali Hag­stof­unn­ar, sem kynnt var í síðustu viku, bjuggu um 359 þúsund manns á land­inu í byrj­un síðasta árs, eða um 10 þúsund færri en áður var áætlað.

Þor­steinn seg­ir að mörgu að hyggja í þessu sam­hengi. Meðal ann­ars hafi efna­hagsaðstæður á hverj­um tíma áhrif á eft­ir­spurn eft­ir íbúðum.

„Vand­inn við íbúðaþarfagrein­ingu er að hún er ekki mæl­ing á markaðsaðstæðum hverju sinni. Hún er í raun til­raun til að meta fjölda heim­ila og þörf fyr­ir íbúðir sem mæt­ir þeim fjölda. Svo er það hug­takið þörf.

Heimild: Mbl.is