Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), segir hugsanlega tilefni til að endurmeta áætlaða íbúðaþörf á Íslandi. Hún kunni að vera ofmetin um 2.000 íbúðir.
Tilefnið er umræða um að íbúafjöldi landsins hafi verið ofmetinn.
Samkvæmt nýju manntali Hagstofunnar, sem kynnt var í síðustu viku, bjuggu um 359 þúsund manns á landinu í byrjun síðasta árs, eða um 10 þúsund færri en áður var áætlað.
Þorsteinn segir að mörgu að hyggja í þessu samhengi. Meðal annars hafi efnahagsaðstæður á hverjum tíma áhrif á eftirspurn eftir íbúðum.
„Vandinn við íbúðaþarfagreiningu er að hún er ekki mæling á markaðsaðstæðum hverju sinni. Hún er í raun tilraun til að meta fjölda heimila og þörf fyrir íbúðir sem mætir þeim fjölda. Svo er það hugtakið þörf.
Heimild: Mbl.is