Home Fréttir Í fréttum Staðsetning nýrrar þjóðarhallar klár

Staðsetning nýrrar þjóðarhallar klár

268
0
Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Ný þjóðarhöll verður reist sunnan við núverandi höll, á milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar. Vinna við deiliskipulag er í fullum gangi og gert ráð fyrir að henni ljúki í mars eða apríl.

„Við erum búin að setja hana niður sunnan við núverandi höll,“ sagði Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar um nýja þjóðarhöll. Nefndin skilar skýrslu um miðjan desember þar sem staðarvalið verður rökstutt og farið yfir það hvað þarf að byggja.

<>

Tímaáætlun sem framkvæmdanefndin listaði upp hangir saman með deiliskipulagsvinnunni. Gunnar vonast til þess að deiliskipulagið verði klárt í mars eða apríl á næsta ári.

„Í millitíðinni erum við að vinna að útboðsgögnum og undirbúa þann feril allan. Hvernig eigi að standa að hönnun og framkvæmd,“ sagði Gunnar.

Hann vonast til þess að framkvæmdir hefjist áramótin 2023-24 og verði lokið 2025, „allt með þeim fyrirvörum á að hlutir verði ekki kærðir eða hlutir komi upp.“

Næstu skref framkvæmdanefndarinnar eru að finna út hvað þarf að byggja mikið af fermetrum til að uppfylla þau skilyrði að halda landsleiki samkvæmt alþjóðlegum kröfum.

Þá verður hægt að leggja mat á verð við framkvæmdina. „Þegar það liggur fyrir þarf að horfa í augun á bæði ríki og borg og finna formúlu á það hver borgar hvað og hvernig,“ sagði Gunnar.

Heimild: Ruv.is