Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir eru hafnar fyrir nýja tengivirkið í Breiðadal

Framkvæmdir eru hafnar fyrir nýja tengivirkið í Breiðadal

155
0
Mynd: Landsnet

Framkvæmdir eru hafnar fyrir nýja tengivirki Landsnets í Breiðadal. Tengivirkið verður yfirbyggt 66 kV gaseinangrað og mun það leysa eldra tengivirki að hólmi.

<>

Eldra tengivirkið í Breiðadal var tekið í notkun árið 1986 en rekstur þess hefur hefur verið erfiður undanfarin ár vegna seltu, snjósöfnunar og ísingar.

Virkið er mikilvægur tengipunktur þar sem kemur saman eina tenging Ísafjarðar og Bolungarvíkur við meginflutningskerfið um Breiðadalslínu 1, sem liggur á milli Breiðadals og Mjólkárvirkjunar.

Heimild: Facebooksíða Landsnets