Home Fréttir Í fréttum Engin áhrif á áform Samherja í Grindavík

Engin áhrif á áform Samherja í Grindavík

49
0
Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis hjá Samherja, segir höfnun byggingarleyfis í Grindavík ekki tefja uppbyggingu félagsins í bænum. Ljósmynd/Samherji

„Það er bara verið að afla frek­ari gagna og vinna úr þeim í sam­starfi við tækni­deild hjá Grinda­vík­ur­bæ og sviðsstjóra skipu­lags- og um­hverf­is­sviðs. Svo verður þetta lagt fyr­ir næsta fund [skipu­lags­nefnd­ar],“ seg­ir Jón Kjart­an Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­herja fisk­eldi.

Skipu­lags­nefnd Grinda­vík­ur­bæj­ar hafnaði á síðasta fundi sín­um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir seiðahús við Lax­eld­is­stöðina Stað vest­an Grinda­vík­ur. Ástæðan var sögð vera að áformin sam­ræmd­ust ekki gild­andi deili­skipu­lagi fyr­ir svæðið.

Seiðahúsið er liður í stór­felldri upp­bygg­ingu land­seld­is á veg­um Sam­herja á Reykja­nesi, en stefnt er að 40 þúsund tonna lax­eldi á svæðinu.

Spurður hvort höfn­un skipu­lags­nefnd­ar hafi í för með sér töf, svar­ar Jón Kjart­an því neit­andi. „Það er verið að leggja fram viðbót­ar­gögn og á ekk­ert að tefja neitt ef þetta fer eins og við höld­um. Við erum bara að vinna með þeim í að klára það sem uppá vantaði.“

Heimild: Mbl.is

 

Previous articleTafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024
Next articleFramkvæmdir eru hafnar fyrir nýja tengivirkið í Breiðadal