Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Pharmarctica á Grenivík byggir 1500fm viðbyggingu

Pharmarctica á Grenivík byggir 1500fm viðbyggingu

73
0
Lokið er við að reisa síðustu sperruna í 1500 fermetra viðbótarbyggingu Pharmarctica á Grenivik . Mynd Pharmarctica

Síðasta sperran í nýrri viðbyggingu við fyrirtækið Pharmarctica var reist nú fyrr í gær. „Má með sönnu segja að veðrið er búið að leita við okkur í framkvæmdunum, en ekki er alvanalegt að snjólaust sé hér á víkinni þegar liðið er undir lok nóvember,“ segir í frétt á vefsíðu félagsins.  Á dögunum luku verktakar við að steypa plötuna í viðbygginguna.

Viðbyggingin er um 1500 fermetrar sem koma til með að samanstanda af framleiðsluaðstöðu, lager, rannsóknarstofu og skrifstofum og verður kærkomin viðbót við þá 560 fm sem nú þegar eru í notkun.

Allur framleiðslubúnaður sem verður til staðar í húsnæðinu verður afar vandaður og kemur frá Þýskalandi. Búnaðurinn uppfyllir kröfur sem gerðar eru til lyfjaframleiðslu og framleiðslu á lækningatækjum.

Áherslan verður fyrst og fremst að efla alla þá starfsemi sem fyrir er í félaginu og að geta fylgt íslenskum vörumerkjum á erlenda markaði ásamt því að taka inn stærri viðskiptavini.

Pharmarctica er nú þegar með GMP vottun frá Lyfjastofnun Íslands ásamt vottun frá Ecocert – Organic og Ecocert – Cosmos natural. Að framkvæmdum loknum er fyrirhugað að sækja um ISO 13485 vottun.

Þetta kemur fram á vefsíðu Pharmarctica.

Heimild: Vikubladid.is

Previous article30.000 rúmmetra steypuáfanga náð í uppsteypu meðferðarkjarnans nýs Landspítala
Next articleSkiptum lokið eftir sex ár – 984 milljón króna gjaldþrot eins elsta verktakafyrirtækis landsins