Home Fréttir Í fréttum 07.12.2022 Útboð á ófyrirséðu viðhaldi 2023-2024 á Akureyri

07.12.2022 Útboð á ófyrirséðu viðhaldi 2023-2024 á Akureyri

213
0
Mynd: Akureyri.is

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í einingaverð á tímavinnu vegna ófyrirséðs viðhalds.

<>

Um er að ræða vinnu á eftirtöldum fagsviðum:

  • Trésmíði
  • Málun
  • Raflögn
  • Pípulögn
  • Dúkalögn
  • Blikksmíði
  • Stálsmíði
  • Múrverki.
  • Hellulögn

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 16. nóvember 2022.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins.

Útboðsvefur

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en kl. 11:00 miðvikudaginn 7. desember 2022.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.