Home Fréttir Í fréttum Iðn- og tæknifólk leitar til ríkissáttasemjara

Iðn- og tæknifólk leitar til ríkissáttasemjara

76
0
Mynd: RÚV
Samninganefndir allra stéttarfélag iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu félaganna. Kjarasamningar þeirra hafa verið lausir frá 1. nóvember síðastliðnum.

Stéttarfélögin sem um ræðir eru MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn og VM félag vélstjóra og málmtæknimanna. Í tilkynningu þeirra segir að síðustu vikur hafi verið reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins.

<>

Í dag hafi endanlega komið í ljós að of langt væri á milli viðsemjenda. Þá segir að félögin hafi lagt fram gögn sem sýna mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði.

Í byrjun vikunnar vísuðu VR, Landssamband Verslunarmanna og Starfsgreinasambandið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.

Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ljóst að samningsvilji SA væri enginn. Samtökin hafi lýst því yfir að ekkert svigrúm væri til launahækkana vegna verðbólgu og vaxtahækkana.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vísaði því á bug og sagði aðgerðir samtakanna miða að því að hækka laun án þess að framkalla viðbrögð frá Seðlabanka Íslands.

Það versta sem hægt væri að gera fyrir íslensk heimili væri að fá frekari vaxtahækkanir ofan í verðbólguna sem fyrir er.

Heimild: Ruv.is