Rosalegar drunur og skruðningar kváðu við inni í Akraneshöllinni á Akranesi þegar byggingarkrani féll ofan á höllina, nú rétt í þessu.

Kraninn fór í gegnum loftið á höllinni og myndaðist þar stórt gat. Mikil mildi var að enginn slasaðist þegar atvikið átti sér stað því brot hrundu úr loftinu.

Krakkar sem voru á fótboltaæfingu urðu skelkaðir og hlupu í var í hinum enda hallarinnar. Fulltrúar frá Akraneskaupstað og lögregla mættu á svæðið og var tekin sú ákvörðun að loka höllinni.
Heimild: Skessuhorn.is