Home Fréttir Í fréttum Enginn slasaðist þegar byggingarkrani féll á Akraneshöllina

Enginn slasaðist þegar byggingarkrani féll á Akraneshöllina

247
0
Byggingarkrani féll ofan á höllina. Ljósm. vaks

Rosalegar drunur og skruðningar kváðu við inni í Akraneshöllinni á Akranesi þegar byggingarkrani féll ofan á höllina, nú rétt í þessu.

<>
Ljósm. vaks

Kraninn fór í gegnum loftið á höllinni og myndaðist þar stórt gat. Mikil mildi var að enginn slasaðist þegar atvikið átti sér stað því brot hrundu úr loftinu.

Ljósm. vaks

Krakkar sem voru á fótboltaæfingu urðu skelkaðir og hlupu í var í hinum enda hallarinnar. Fulltrúar frá Akraneskaupstað og lögregla mættu á svæðið og var tekin sú ákvörðun að loka höllinni.

Heimild: Skessuhorn.is