Home Fréttir Í fréttum Hópur barna á æfingu þegar krani féll á Akraneshöll

Hópur barna á æfingu þegar krani féll á Akraneshöll

395
0
Mynd: Guðríður Þorbjörnsdóttir - Aðsend
Byggingakrani hrundi á Akraneshöllina, íþróttahöllina á Akranesi, á fjórða tímanum í dag og reif gat á þakið. Engum varð meint af en hópur ungra barna var í höllinni á knattspyrnuæfingu.

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, segir að krökkunum hafi verið mjög brugðið. Að öðru leyti hafði hann litlar upplýsingar að svo stöddu.

<>
Mynd: Guðríður Þorbjörnsdóttir – Aðsend

Skessuhorn greinir frá því að miklar drunur og skruðningar hafi heyrst í höllinni þegar kraninn féll á hana. Fulltrúar frá Akraneskaupstað og lögregla hafi mætt á svæðið og lokað höllinni.

Heimild: Ruv.is