Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Orkuvirki skrifar undir verksamning við Norðurál

Orkuvirki skrifar undir verksamning við Norðurál

203
0
Á myndinni sjást þau Sigrún Helgadóttir framkvæmdastjóri Norðurál Grundartanga og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Orkuvirki undirrita samninginn.
Orkuvirki hefur skrifað undir verksamning við Norðurál um afldreifingu vegna nýrrar framleiðslulínu í steypuskála álversins á Grundartanga.
Samningurinn við Orkuvirki tekur til há- og lágspennubúnaðar ásamt strenglögnum og tengingum er við koma.
Áætluð verklok þessa verkhluta er í ágúst 2023.
Í nýrri framleiðslulínu Norðuráls verða framleiddar álstangir (e.billets).
Stangirnar eru sívalningar úr áli sem mótaðir eru með þrýstimótum, en ál er lykilefni við framleiðslu t.d. rafbíla, sólarrafhlaða, flugvéla og umhverfisvænna bygginga.
Áætlað er að rekstur hefjist í upphafi árs 2024.