Home Fréttir Í fréttum Vesturbyggð: Framkvæmdir við Brjánslækjarhöfn hækka um 30 M.kr.

Vesturbyggð: Framkvæmdir við Brjánslækjarhöfn hækka um 30 M.kr.

128
0
Teikning af áformuðum framkvæmdum.

Framkvæmdir við fyrirstöðugarð og flotbryggju við Brjánslækjarhöfn verða 30 m.kr dýrari en n ráð var fyrir gert, en verkið var boðið út á árinu.

<>

Lægsta tilboð reyndist nokkuð yfir því sem áætlað hafði verið í verkefnið og eykst hlutur Vesturbyggðar því um 11,7 m.kr. fer úr því að vera 21 m.kr. í 32,7 m.kr.

Hlutur Vegargerðarinnar fer úr 30,6 m.kr í 49 m.kr. Heildarkostnaður við verkefnið eru 81,7 m.kr. eða 30 m.kr. hærri en kostnaðaráætlun.

Hækkun Vesturbyggðar er mætt með lækkun á öðrum fjárfestingum við hafnir Vesturbyggðar. 7 m.kr við Bíldudalshöfn og 4 m.kr við Patreksfjarðarhöfn ásamt lækkunum á fjárfestingum í eignarsjóði segir í afgreiðslu bæjarráðs Vesturbyggðar.

Heimild: BB.is