
Einn glæsilegasti lúxus bíósalur landsins er meðal nýjunga á 3. hæð Kringlunnar en salurinn opnar með frumsýningu á stórmyndinn Avatar í desember.
Arkitektar og verkfræðingar Kringlunnar fengu þá djörfu hugmynd að byggja salinn ofan á þak Kringlunnar.
Öll hæðin hefur verið endurgerð frá grunni og ný mathöll mun líta dagsins ljós á næstu dögum.
Nýir veitingastaðir í bland við eldri og rótgróna staði verða staðsettir á hæðinni. Umhverfið verður allt hið hlýlegasta og mjög vandað til verka.
Gamla góða Kringlukráin fær einnig hressilega upplyftingu. Opnunartími mathallarinnar verður lengri en afgreiðslutími verslana í Kringlunni, eða til kl. 21 öll kvöld.
Þá verður nýtt Ævintýraland tekið í notkun í desember þar sem boðið verður upp á barnagæslu fyrir börn 3 – 9 ára.
Heimild: Visir.is