Home Fréttir Í fréttum Fjöldi umsókna barst í lóðir í Áslandi 4 í Hafnarfirði

Fjöldi umsókna barst í lóðir í Áslandi 4 í Hafnarfirði

503
0
Ásland 4 - úthlutun lóða í fyrsta áfanga uppbyggingar

 

<>

Yfirferð umsókna stendur yfir

Umsóknarfrestur fyrir 65 einbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir í fyrsta áfanga nýjasta uppbyggingarsvæðis Hafnarfjarðar, Áslandi 4, rann út föstudaginn 11. nóvember.

Alls bárust umsóknir frá 144 einstaklingum og 11 lögaðilum í einbýlishúsalóðir. Í raðhúsalóðir bárust umsóknir frá 116 lögaðilum og sóttu margir um fleiri en eina raðhúsalóð.

Yfirferð umsókna og gagna fer nú fram og er stefnt að því að umsóknir verði tilbúnar til útdráttar í næstu viku.

Dagsetningar útdráttar og valfundar verða tilkynntar þegar þær liggja fyrir

Við úthlutun einbýlishúsalóða hafa einstaklingar forgang og verður umsækjendum með gildar umsóknir raðað í númeraröð samkvæmt útdrætti fulltrúa Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Verður þeim í þeirri röð gefinn kostur á vali á lóð á valfundi, sbr. 5 gr. almennra reglna Hafnarfjarðarbæjar um úthlutun lóða og sölu byggingaréttar.

Dagsetningar útdráttar og valfundar verða tilkynntar um leið og þær liggja fyrir.

Heimild: Hafnarfjordur.is