Home Fréttir Í fréttum Fjölga nemum í starfsnámi

Fjölga nemum í starfsnámi

23
0
Flestir fengu höfnun á skólavist á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Tækniskólanum, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Borgarholtsskóla. Af vef Tækniskólans

Stjórn­völd hafa lagt fram aðgerðir til að fjölga nem­um í starfs­námi. Aðgerðirn­ar byggja á til­lög­um starfs­hóps sem Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, skipaði í sum­ar með full­trú­um frá aðilum vinnu­markaðar, skóla­meist­ur­um starfs­mennta­skól­anna og Mennta­mála­stofn­un, auk ráðuneyt­is­ins.

<>

Í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins seg­ir að ráðuneytið hafi unnið að stækk­un helstu verk­náms­skóla og grein­ingu á hús­næðisþörf fram­halds­skóla á und­an­förn­um miss­er­um.

Meðal aðgerða er nýtt og stærra hús­næði fyr­ir Tækni­skól­ann í Hafnar­f­irðinum í burðarliðnum í sam­ræmi við rík­is­stjórn­arsátt­mála, stækk­un starfs­menntaaðstöðu Fjöl­brauta­skól­ans í Breiðholti um 2.400 fer­metra sem fer brátt í útboð og hef­ur ráðuneytið falið Borg­ar­holts­skóla að setja af stað nýja braut í pípu­lögn­um.

Þá samdi ráðuneytið við ný­stofnaða Nem­a­stofu at­vinnu­lífs­ins um átaks­verk­efni í að fjölga nem­apláss­um og fyr­ir­tækj­um sem taka við nem­um, auk þess að stuðla að góðu starfs­um­hverfi nema óháð kyni.

Skort­ur á fag­menntuðum kenn­ur­um

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að meginá­stæðan fyr­ir höfn­un á námsplássi sam­kvæmt könn­un sem starfs­hóp­ur­inn lagði fyr­ir skóla­meist­ara starfs­mennta­skóla er skort­ur á fag­menntuðum kenn­ur­um og/​eða skort­ur á viðeig­andi hús­næði.

„Fyr­ir­sjá­an­legt er að mik­il þörf er á næstu árum fyr­ir nýliðun í mörg­um iðngrein­um vegna auk­inna um­svifa á vinnu­markaði, þá er meðal­ald­ur í sum­um þess­ara greina hár og marg­ir munu því hverfa af vinnu­markaði á næstu árum.

Á þetta m.a. við um húsa­smíði, raf­virkj­un, ýms­ar grein­ar vél- og málm­smíði, pípu­lagn­ir og bíliðngrein­ar. Starfs­hóp­ur­inn legg­ur til að leitað verði leiða til að fleiri um­sækj­end­ur í þess­ar grein­ar fái skóla­vist.“

Af 2.550 um­sækj­end­um um skóla­vist í starfs­námi haustið 2022 fengu 2.026 skóla­vist og 485 fengu höfn­un á skóla­vist. Flest­ir fengu höfn­un á skóla­vist á höfuðborg­ar­svæðinu, einkum í Tækni­skól­an­um, Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti og Borg­ar­holts­skóla, og að ein­hverj­um hluta á Norður­landi, einkum í Verk­mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri.

Heimild: Mbl.is