Home Fréttir Í fréttum 110 íbúðir rísa við Framnesveg í Reykjanesbæ

110 íbúðir rísa við Framnesveg í Reykjanesbæ

248
0

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnesveg 11, sem felur í sér fjölgun íbúða um 23, eða úr 87 íbúðum í 110 hefur verið samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar.

<>

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafði áður samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög og lauk athugasemdafresti þann 16. október síðastliðinn, án athugasemda.

Því var samþykkt að senda skipulagsbreytingar til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.

Heimild: Sudurnes.net