Home Fréttir Í fréttum Færri eignir seljast nú á yfirverði

Færri eignir seljast nú á yfirverði

142
0
Eftirspurn er minni nú eftir hækkun vaxtanna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Á síðustu vik­um hef­ur mjög dregið úr því að íbúðir selj­ist fyr­ir meira en ásett verð. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un sem tel­ur þetta merki um minni þrýst­ing og eft­ir­spurn.

<>

Slíkt leiði af hækk­un stýri­vaxta og öðrum aðgerðum sem Seðlabank­inn hafi gripið til að und­an­förnu.

Hlut­fall þeirra íbúða sem seld­ust á yf­ir­verði í sept­em­ber sl. var 30,2% af hreyf­ing­um á markaði í sept­em­ber borið sam­an við 46,6% í júlí.

Á höfuðborg­ar­svæðinu seld­ust 32,8% íbúða yfir ásettu verði en hlut­fallið fór hæst í 65,3% í apríl. Í ná­granna­byggðum á suðvest­ur­horni lands­ins er þró­un­in á sömu lund.

Heimild: Mbl.is