Einstakar lóðir í rótgrónu og fallegu hverfi í suðurbæ Hafnarfjarðar
Hafnarfjarðarbæ auglýsir eftir tilboðum lögaðila í lóðirnar Hlíðarbraut 10, 12, 14 og 16 í Hafnarfirði.
Óskað er eftir einu tilboði í allar lóðirnar. Lóðirnar eru á rótgrónum og fjölskylduvænum stað í suðurbæ Hafnarfjarðar skammt frá Lífsgæðasetri St. Jó. og Suðurbæjarlaug.
Staðsetningin er einstök steinsnar frá hjarta Hafnarfjarðar og stutt í alla verslun, þjónustu og menningu. Á lóðunum er heimilt að byggja sex íbúðir.
- Hlíðarbraut 10 og 12 eru einbýlishúsalóðir. Heimilað byggingarmagn er 235fm2 per hús
- Hlíðarbraut 14 og 16 eru parhúsalóðir. Heimilað byggingarmagn er 335 fm2 per hús (tvær íbúðir í húsi)
Lóðirnar eru þegar byggingarhæfar. Taka þarf sérstakt tillit til þess að framkvæmdir eru í þegar byggðu hverfi. Tilboðsgjafar eru hvattir til að kynna sér vel deiliskipulag lóða ásamt viðauka. Nánari upplýsingar um lóðir og kröfur til tilboðsgjafa má finna hér.
Tilboðsfrestur er til kl. 11 föstudaginn 11. nóvember 2022
Sótt er um lóð á Mínum síðum á hafnarfjordur.is. Búið er að marka lágmarksverð í lóðirnar kr. kr. 91.429.094.- m.v. BVT í október 2022. Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild.
Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 11 föstudaginn 11. nóvember 2022. Tilboð verða opnuð í Ráðhúsi Hafnarfjarðar um leið og tilboðsfrestur rennur út.
Nánar upplýsingar um Hlíðarbraut 10, 12, 14 og 16
Heimild: Hafnarfjordur.is