Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir á Ási aftur í útboð

Framkvæmdir á Ási aftur í útboð

273
0
Dvalarheimilið Ás. Ljósmynd/Dvalarheimilið Ás

Ríkiseignir, Heilbrigðisráðuneytið og Hveragerðisbær hafa auglýst á nýjan leik eftir verktökum til þess að taka þátt í lokuðu alútboði á fullnaðarhönnun og byggingu 22 rýma hjúkrunarheimilis við dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði.

<>

Framkvæmdin var boðin út í sumar en þá bárust engin tilboð í verkið. Til stendur að stækka hjúkrunarheimilið með nýrri byggingu til að bæta aðstöðu heimilisfólks og í framhaldinu að útrýma tvíbýlum.

Nú er um að ræða forval, þar sem leitað er að verktökum sem geta tekið að sér að hanna og byggja heimilið fyrir fasta fjárhæð, samkvæmt alútboðsaðferð. Niðurstaða útboðsins mun liggja fyrir þann 1. desember næstkomandi.

Heimild: Sunnlenska.is