Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hefjast við byggingu á svefnskála nr. 2 á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar

Framkvæmdir hefjast við byggingu á svefnskála nr. 2 á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar

313
0
Á meðfylgjandi mynd sem tekin er af þessu tilefni, eru fulltrúar Alverks, Landhelgisgæslu Íslands, FSRE og HMS.

Í gær var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu sem hýsa mun svefnskála nr. 2 á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar.

<>

Alverk hefur nú með umboði frá FSRE, gengið frá framhalds alverktökusamningi við Landhelgisgæslu Íslands um uppbyggingu gistirýma á svæðinu og gera áætlanir til næstu ára ráð fyrir 6 skálum og um 300 gistirýmum alls.

Aðalhönnuður Alverks er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt hjá Grímu ehf. og Verkfræðistofan Efla sér um verkfræðihönnun. Þessi nýja bygging mun vera með 50 gistirými/hótelherbergi.

Hér má einnig sjá myndir af svefnskála nr. 1 sem þegar er kominn í notkun.

Heimild: Facebooksíða Alverks ehf.