Hugmyndir innviðaráðherra um að innheimta veggjöld í jarðgöngum til þess að fjármagna samgönguframkvæmdir hljóma ekki vel.
Álögur á eldsneyti eru þegar háar og allt þar fram yfir er tvöföld skattlagning, segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð.
Fyrrgreindar hugmyndir vill hann að verði endurskoðaðar. Einnig að tekjuöflun í samgöngumálum verði stokkuð upp frá grunni.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is