Home Fréttir Í fréttum 03.11.2022 Flóðlýsing á nýjan keppnisvöll á félagssvæði KA á Akureyri

03.11.2022 Flóðlýsing á nýjan keppnisvöll á félagssvæði KA á Akureyri

152
0

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í flóðlýsingu á nýjan keppnisvöll á félagssvæði KA á Akureyri.

<>

Verkið er fólgið í útvegun og uppsetningu á fjórum 27m háum ljósamöstrum með ljósum, stjórnbúnaði, festiplötum og steyptum undirstöðum fyrir möstur við nýjan gervigrasvöll á íþróttasvæði KA.

Verktaki skal hanna möstur, lýsingu ásamt undirstöðum og skila inn útreikningum sem sýna að kröfur KSÍ og UEFA um 800 lux lýsingu séu uppfylltar fyrir keppnisvelli utanhúss.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með fimmtudeginum 13. október 2022.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en 3. nóvember 2022 kl. 11:00.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.