Home Fréttir Í fréttum Á sjötta tug tjónstilkynninga úr Urriðaholti

Á sjötta tug tjónstilkynninga úr Urriðaholti

176
0
Mynd: Garðabær

HS-veitur ætla að bæta tjónið sem varð í fjölbýlishúsum í Urriðaholti í Garðabæ í síðasta mánuði. Þá kom upp bilun í rafmagnskassa sem varð til þess að of há spenna fór inn á hluta íbúða. Við það eyðilagðist fjöldi raftækja á mörgum heimilum.

<>

Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélaginu VÍS hafa borist 56 tjónstilkynningar.  Júlíus Jón Jónsson forstjóri Veitna segir að samkvæmt úttekt hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að vinnubrögð HS-veitna hafi verið ófullnægjandi og því sé tjónið ekki bótaskylt úr ábyrgðatryggingu Veitna.

Fyrirtækið hafi ákveðið að bæta viðskiptavinum tjónið sem geti numið á milli 20 og 30 milljónum króna.

Heimild: Ruv.is