Verið er að umturna jarðhæð Hótels Ísafjarðar. Veitingasalurinn verður stækkaður og gerður hótelbar við nýja afgreiðslu.
Síðar er áformað að koma upp heitum pottum og sánu á efstu hæðinni með útsýni út á Pollinn og upp til norðurljósa þegar þau sýna sig.
Forsenda þess að hægt sé að fara í þessar breytingar er lítil viðbygging sem er risin við hótelið. Þangað verða flutt salerni, skrifstofa og geymslur.
Allt verður rifið innan úr afgreiðslu og veitingasal og innréttað upp á nýtt. Hótelið verður lokað meðan á framkvæmdum stendur, væntanlega fram í janúar.
Heimild: Mbl.is