Home Fréttir Í fréttum Strandgata 26-30 (Fjarðargata 13-15): Opin kynning

Strandgata 26-30 (Fjarðargata 13-15): Opin kynning

578
0

Opin kynning fyrir alla áhugasama um uppbyggingu og framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar

<>

Þér er boðið á opna kynningu 6. október

Íbúum og eigendum fyrirtækja í miðbæ Hafnarfjarðar, ásamt öllum áhugasömum, er boðið á opna kynningu á framkvæmdum við uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar fimmtudaginn 6. október frá kl. 18.15-20.15 í Firði verslunarmiðstöð.

Arkitekt frá ASK arkitektum og verkefnastjóri framkvæmdar frá Strendingi verða á staðnum og svara spurningum um uppbygginguna og framkvæmdina.

Hægt er að mæta í spjall og spurningar hvenær sem er frá kl. 18:15 – 20:15.  Verkefnið er leitt af félaginu 220 Miðbær ehf sem er eigandi byggingarreitsins.

Upplýsingasíða um verkefnið 

Framkvæmdir við uppbyggingu eru hafnar

Aðalteikningar vegna Strandgötu 26-30 (nú Fjarðargötu 13-15), sem jafnframt er viðbygging við Fjörð verslunarmiðstöð, voru samþykktar í lok september 2022 og er undirbúningur stærri framkvæmda þegar hafinn.

Verið er að vinna að endurbótum á þaki verslunarhluta Fjarðar sem síðar tengist nýbyggingunni.

Veitur eru byrjaðar á breytingum á hitaveitulögnum og HS-veitur eru að vinna í nýrri spennistöð í kjallara Fjarðar.

Þessir undirbúningur er nauðsynlegur svo hægt sé að hefja beinar framkvæmdir við nýbygginguna.

Framkvæmdir taka í það minnsta tvö ár

Gert er ráð fyrir að jarðvinna hefjist í nóvember 2022, uppsteypa hússins verði unnin að mestu árið 2023 og húsið verði tekið í notkun í árslok 2024 og fram eftir ári 2025.

Húsbyggjandi mun leggja áherslu á að valda sem minnstri röskun fyrir íbúa og vegfarendur á meðan á framkvæmdum stendur en ljóst er að ekki verður komist hjá ákveðnum truflunum.

Þrenging verður gerð að Strandgötu. Gangstétt öðru megin verður lokuð og gangandi umferð færð yfir götuna. Aðkoma að byggingunni verður á þremur stöðum; frá Strandgötu, frá bílastæði við Hafnarborg sem og frá svæði bak við Strandgötu 24.

Búast má við efnismóttöku á þessum stöðum. Eins er gert ráð fyrir að á meðan steypuvinna stendur sé hjáleið fyrir umferð ökutækja á bak við Strandgötu 31 og 33.

Nánari upplýsingar um uppbygginguna 

Heimild: Hafnarfjordur.is