Home Fréttir Í fréttum Flutningar á efni í nýtt flughlað að hefjast

Flutningar á efni í nýtt flughlað að hefjast

162
0

Á næstu dögum hefjast flutningar á efni úr Vaðlaheiðargöngum í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Aðeins verður fluttur hluti þess efnis sem þörf er fyrir, en ekki hefur tekist að tryggja fjármagn til frekari flutninga.
Áætlað er það þurfi 175 þúsund rúmmetra af efni í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Gert er ráð fyrir að flutningur þess kosti um 150 milljónir króna, en illa hefur gengið að tryggja allt það fjármagn.

<>

Aðeins hægt að flytja þriðjung efnisins
Búið var að tryggja 50 milljónir og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði til aukið fjármagn á fjárlögum þessa árs. Um það náðist ekki samkomulag. Því eru til fjármunir sem duga fyrir flutningi á um 50 þúsund rúmmetrum, eða tæplega þriðjungi alls efnisins.

Byrja á næstu dögum
Einar Hrafn Hjálmarsson, staðarstjóri Ósafls aðalverktakans, við gerð Vaðlaheiðarganga, segir flutninga rétt að hefjast. „Við erum bara að undirbúa svæðið, losa okkur við snjó og gera akstursleiðir á vinnusvæðinu. Svo bara byrjum við að flytja á næstu dögum. Það er nóg efni á staðnum og í rauninni erum við komnir í smá vandræði með plássleysi á svæðinu, þannig að við þurfum að fara í þetta núna.”

Tekur 2-3 mánuði
Einar segir stefnt að samfelldum akstri á efninu næstu vikum þó að veður geti mögulega tafið fyrir. „Ég myndi áætla að þett taki um 40-50 vinnudaga að ljúka þesu. Þannig að þetta eru 2-3 mánuðir, efti því hvernig veðuraðstæður verða í vetur.”

Heimild: Rúv.is