Home Fréttir Í fréttum Tregafull stund þegar skellt verður í lás í Brynju

Tregafull stund þegar skellt verður í lás í Brynju

187
0
Verslunin Brynja hefur verið rekin við Laugaveg í rúma öld. Brynjólfur hefur starfað þar í um 60 ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Kúnn­arn­ir eru miður sín enda hafa þeir alltaf getað komið í Brynju og fengið flest sem þá hef­ur vantað. Þetta eru erfiðir tím­ar fyr­ir miðborg­ina,“ seg­ir Brynj­ólf­ur H. Björns­son, kaupmaður í versl­un­inni Brynju við Lauga­veg.

<>

Brynj­ólf­ur, sem er fram­kvæmda­stjóri og stærsti eig­andi Brynju, hef­ur ákveðið að loka versl­un­inni. Brynja var aug­lýst til sölu síðasta vor en ekki hef­ur fund­ist kaup­andi að rekstr­in­um.

Hús­næði versl­un­ar­inn­ar er hins veg­ar selt og mun Brynj­ólf­ur af­henda það í janú­ar á næsta ári. Ekki hef­ur verið ákveðið hvenær skellt verður í lás á Lauga­veg­in­um en Brynj­ólf­ur kveðst telja að það verði eft­ir einn til tvo mánuði.

Heimild: Mbl.is