Home Fréttir Í fréttum Þórður fær lóðir því hann dró ás

Þórður fær lóðir því hann dró ás

270
0
Frá spiladrætti afgreiðslunefndar byggingarmála í desember 2021. GRINDAVÍK

Ellefu manns og fyrirtæki sóttu um lóðirnar Mávahlíð 9 til 11 í Grindavík. Umsóknirnar voru teknar fyrir á fundi afgreiðslunefndar byggingarmála í bænum. Til að ákveða hver fengi lóðina var notast við spiladrátt.

<>

Þórður Sölvason var sá heppni og dró ás og fær þar af leiðandi lóðirnar úthlutaðar til sín. Miðað við fundargerð afgreiðslunefndar var Þórður sá síðasti til að draga. Hann gat dregið ásinn, sjöu eða níu og datt í lukkupottinn.

Í samtali við fréttastofu segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkur, að spiladráttur hafi verið notaður lengi vel í sveitarfélaginu og sé hluti af lóðarúthlutunarreglum sveitarfélagsins.

„Mönnum er boðið að koma að draga sjálfir ef þeir vilja, annars drögum við fyrir þá. Það er nú oft þannig að fólk vil koma. Þetta eru eiginlega skemmtilegustu fundirnir,“ segir Atli.

Stundum geta málin flækst þegar fleiri sækja um lóðirnar. Atli segir að eitt sinn hafi um fjörutíu manns sótt um eina lóð. Þá var hjarta hæst og sá sem dró hæsta hjartað fékk lóðina.

Aðrir sem sóttu um voru Daníel Snær Bergsson sem dró fjarka, Bergur Bjarni Karlsson sem dró sexu, Gunnar Ásgeir Karlsson sem dró tvist, Karl Fannar Gunnarsson sem dró áttu, Guðmundur Sölvi Karlsson sem dró fimmu, H.H. smíði sem drógu drottningu, Áttan bygg sem drógu gosa, HK verk sem drógu kóng, Pepp ehf. sem drógu þrist og Ástand eigna sem drógu tíu.

Heimild: Visir.is